Um jóga

Posted by on Mar 17, 2011 in Uncategorized | 0 comments

Um jóga

Orðið Jóga er upprunið úr sanskrítorðinu Yuj sem merkir eining eða samruni. Jóga þýðir þannig samruni einingar við heildina eða einstaklingsins við hið æðra. Jóga er aldagamalt kerfi sem stuðlar að því að ná fram sameiningu eða jafnvægi huga, líkama og sálar.

Patanjali mikill spekingur og jógi var fyrstur til að setja jógafræðin í hið 8 lima kerfi sem enn er að meira eða minna leiti stuðst við í dag:

Yama – Sjálfsskoðun og aðhald; það sem forðast skal að gera
Niyama – Innri agi; það sem leitat skal við að gera
Asana – Líkamsstöður til að viðhalda góðri líkamlegri heilsu
Pranayam – Öndunaræfingar til að stjórna lífskraftinum  eða prana
Pratyahar – Samstilling skynfæra og huga
Dharana – Einbeiting allrar vitundar í einn punkt
Dhyana – Hugleiðsla
Samadhi – Djúp innri vakning