Tímar í Kundalini jóga og Jóga Nidra

Kennari: Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Um Lilý

Arnhildur Lilý Karlsdóttir hlaut diplómu í Jógafræðum árið 2010 frá jógaháskólanum í Bihar á Indlandi, Bihar Yoga Bharati, sem er elsti háskóli sinnar tegundar í heiminum.

Í janúar 2011 lauk Arnhildur alþjóðlegu kennaranámi í Kundalini Yoga eftir forskrift Yogi Bhajan hjá Lótus Jógasetri. Meðfram jógakennslunni stundar Arnhildur meistaranám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Arnhildur hefur stundað jóga síðastliðin sjö ár í Argentínu, Bretlandi, Indlandi og á Íslandi. Hún kennir í anda Kundalini- og Satyanandajóga.

Upplýsingar

Staðsetning:
Ljósheimasalur í Borgartúni 3 (fjórða hæð).
(smelltu á tengilinn til að lesa meira um staðsetninguna)

Tímar:
Jóga Nidra
Föstudagar kl. 17:30-18:30
(smelltu á tenglana til að lesa meira um Kundalini jóga eða jóga Nidra)

Verð í Jóga Nidra:
10 tíma kort
10.000 kr.
5 tíma kort 5.500 kr.

Stakur tími: 1.500 kr. Frír prufutími.

Kynningarmyndband

Opnir tímar fyrir byrjendur sem lengra komna, hægt er að byrja hvenær sem er. Hafa samband