Tímar í Kundalini jóga og Jóga Nidra

Kennari: Arnhildur Lilý Karlsdóttir

Um Lilý

Arnhildur Lilý Karlsdóttir hlaut diplómu í Jógafræðum árið 2010 frá jógaháskólanum í Bihar á Indlandi, Bihar Yoga Bharati, sem er elsti háskóli sinnar tegundar í heiminum, og ári síðar lauk Arnhildur Lilý alþjóðlegu kennaranámi í Kundalini Yoga eftir forskrift Yogi Bhajan hjá Lótus Jógasetri.

Arnhildur hefur kennt jóga nidra og kundalini jóga síðan 2011.

Upplýsingar

Jóga Nidra þýðir jógískur svefn eða meðvitaður svefn, og er leidd hugleiðsla og djúpslökun.

Kundalini jóga er alhliða nálgun á líkama og sál en hver tími felur í sér líkamsstöður, öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun.

Kynningarmyndband